Sepp Straka

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Sepp Straka (31/50)


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2019 | 18:00

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu.

Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á mótum PGA Tour. Fyrst var kynntur sá sem rétt slapp í hóp þeirra 25 efstu en það var Jim Knous, síðan Fabián Gómez frá Mexíkó, kanadíski kylfingurinn Ben Silverman og bandarísku kylfingarnir Michael Hayes Thompson og Cameron Tringale.

Sá sem varð í 20. sæti á Web.com Tour Finals og sá sem kynntur verður í dag er Sepp Straka.

Sepp Straka fæddist 1. maí 1993 í Vín, Austurríki og er því 25 ára.

Straka var 14 ára þegar fjölskylda hans fluttist til Valdosta í Georgíu, í Bandaríkjunum.

Hann er 1,9 m á hæð og 107 kg.  Sepp og tvíburabróðir hans Sam spiluðu báðir í bandaríska háskólagolfinu.

Sepp Straka útskrifaðist frá University of Georgia 2016 með gráðu í viðskiptafræði (ens. Business Administration).

Sepp Straka er fyrsti Austurríkismaðurinn sem kemst á PGA Tour.

 

Source

Avatar
GameDayBlog
Welcome to GameDay.Blog Powered by SportsBook-Live.com. Please register to our site, As more States become Available for Online Gambling, We will automatically upgrade your status from Subscriber to Player. Please note we are not affilliated in any way with ESPN, CBS Sports, Home depot or CitiBank GameDay Programs.